Heilsuleikskólinn Krógaból


Krógaból er heilsuleikskóli í þorpinu á Akureyri. Við erum staðsett í kjallara Glerárkirkju við Bugðusíðu.

Í daglegu starfi leggjum við áherslu á lífsleikni, málrækt og sköpun. Unnið er eftir námskrá Krógabóls sem byggir á Aðalnámskrá leikskóla.

Í námskrá Krógabóls er unnið út frá ákveðnum hornsteinum þ.e. heilsu, lífsleikni, málrækt og sköpun. Inn í þessa fjóra þætti fléttast námssvið Aðalnámskrár leikskóla; læsi, heilbrigði og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun og sjálfbærni.

Við höfum þróað og markað stefnu leikskólans í gegnum nokkur þróunarverkefni, þau helstu eru: Lífsleikni í leikskóla, Veggurinn – málrækt í leikskóla og einnig var mikið þróunarstarf unnið þegar leikskólinn gerðist aðili að Samtökum heilsuleikskóla.


Stefna Krógabóls

Stefna Krógabóls er að börnin tileinki sér lífsleikni í gegnum allt nám leikskólans. Lífsleikni byggist á alhliða þroska, færni til samskipta og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu.

Lögð er áhersla á að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hreyfingu, næringu og lífsgleði í leik og starfi.

Námsleiðir í leikskóla eru fjölbreyttar en leikurinn er aðalnámsleiðin og sú sem lögð er mest áhersla á. Í gegnum leikinn öðlast börn reynslu, auka við þekkingu sína, læra að eiga samskipti hvert við annað og ráða fram úr ágreiningsefnum. Samhliða leiknum gefast mörg tækifæri til náms í gegnum daglegt starf.


Námskrá, vefsíða og gagnlegar upplýsingar

Nánar má lesa um stefnu leikskólans í námskránni okkar en hana má finna á heimsíðu Krógabóls á slóðinni www.krogabol.is. Á heimasíðunni má einnig finna allar upplýsingar um leikskólann.

Leikskólastjóri í Krógabóli er Anna R. Árnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri er Jórunn Jóhannesdóttir.
Hægt er að ná í þær í síma 462-7060 á milli 7:45-16:15.



Leikskólinn Krógaból

Bugðusíðu 3 603 Akureyri
Netfang: krogabol@akureyri.is
Vefsíða: www.krogabol.is
Sími: 462-7060

©Krógaból, 2017