Nýsköpun og snjalltækni - að koma til móts við nýja kynslóð 2017-2018

Skólaárið 2017-2018 er þriðja árið sem við vinnum með snjalltæknina. Tveir Ipadar hafa bæst við og eru nú allir hópstjórar og sérkennslustjóri með tæki, í heildina á leikskólinn 18 Ipada.

Verkefnastjóri er nú í 10% vinnu og felst hans starf áfram í stuðningi við kennara en einnig í að útbúa kynningarefni s.s. þessa vefsíðu, kynna verkefnið út á við og skrifa skýrslu. Áfram nýtur verkefnið stuðnings frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Verkefnið var kynnt á sameiginlegri ráðstefnu leikskóla Akureyrarbæjar - Gaman saman, lærum saman, sem haldin var í Naustaskóla í október. Einnig bauð Krógaból upp á snjallsmiðju þar sem gestir ráðstefnunnar gátu fengið kennslu á hin ýmsu öpp og prófað alls kyns snjalltækni.  

Gaman saman, lærum saman - ráðstefna leikskóla Akureyrarbæjar:
Kynningarbæklingur frá ráðstefnunni þar sem hægt er að skoða upplýsingar um nokkur vinsæl öpp. 

Verkefnið var einnig kynnt á ráðstefnunni Skólaþróun, forysta og ánægja í skólastarfi. Í kjölfarið birtist stutt grein um verkefnið í Skólavörðunni:
Málrækt og snjalltækni í leikskóla

Lokaskýrsla þróunarverkefnisins í máli og myndum:
Lokaskýrsla 2016-2018

©Krógaból, 2018