Öpp sem henta vel í kennslustofunni
Hávaðastjórnun - Too Noise Pro og Noisy? Pro
Hagnýt öpp sem gefa til kynna með myndrænum hætti hvenær hávaði í kennslustofunni er orðinn of mikill.
Too Noisy vefsíða
Too Noisy fyrir Ipad (Pro útgáfan)
Too Noisy fyrir Android
Noisy? Pro vefsíða
Noisy? Pro fyrir Ipad
Tímavaki
Til eru alls kyns tímavakar sem hægt er að grípa til fyrir spjaldtölvur. Hér er einn sniðugur:
Sand timer fyrir Ipad
Hugmyndir og skipulag - Pinterest
Pinterest er skemmtileg siða/app þar sem hægt er að safna saman hugmyndum á korktöflur. Kennarar um allan heim eru duglegir að nota Pinterest og því mikið efni til þar sem hentar skólum. Alls kyns hugmyndir um hvað eina, sérkennslu, listir, föndur, hreyfingu o.s.frv. Hver og einn safnar því sem honum finnst áhugavert á sínar töflur og getur svo deilt þeim með öðrum. Einnig er hægt að setja sitt eigið efni inn á Pinterest og safna þannig saman
Frábært að geta flett upp hugmyndum t.d. fyrir listasmiðjuna og tekið svo Ipadinn með og haft leiðbeiningarnar við hendina þegar unnið er með börnunum.
Hugmyndir og skipulag - Padlet
Padlet er algjör snilld, það er frábært fyrir hópavinnu og fyrir alla þá sem vilja safna saman einhverskonar upplýsingum. Padlet er nokkurskonar rafræn korktafla, þar sem hægt er að geyma skrár, hlekki á vefsíður, myndir, myndbönd o.fl. Það geta margir unnið saman með eina töflu og það er einfalt að deila efni með öðrum. Padlet er aðgengilegt á netinu en einnig er hægt að sækja app.
Í hópavinnu t.d. á fundum geta allir skráð sig inn á sömu korktöfluna og sett inn niðurstöður, niðurstöðurnar birtast samtímis hjá öllum og allir geta skoðað. Sparar tíma.
Hægt er að safna allskyns upplýsingum saman á eina töflu. Hér má t.d. sjá hugmyndir um hvernig hægt er að nota Kubb (forritun) í starfi með leikskólabörnum. Þessi korktafla var búin til á námskeiði um forritun í leikskólastarfi en er nú opin og allir geta bætt við efni:
Padlet um Kubb
Padlet um öpp í útikennslu
Padlet er sniðugt fyrir alla til að halda utan um upplýsingar, heimildir, hugmyndir, minnispunkta, uppskriftir eða hvað eina.
Fréttabréf og kynningarefni - Smore
Smore er vefsíða sem auðveldar kennurum og stjórnendum að búa til falleg og vönduð fréttabréf, auglýsingar eða annað kynningarefni. Best er að fá sér áskrift að síðunni því þá er hægt að taka út allar auglýsingar, auk þess opnar það fleiri möguleika t.d. hvað varðar útlit og það efni sem hægt er að láta fylgja með. T.d. er hægt að setja viðhengi með fréttabréfum í greiddri áskrift sem kostarf 79$ fyrir kennara á ári þegar þetta er skrifað.
Þegar búið er að senda út fréttabréf eða kynningarefni í Smore er hægt að fylgjast með hversu oft það er opnað, hvar í heiminum það er opnað og hversu lengi fólk er að lesa efnið. Það getur verið áhugavert að sjá hversu vel upplýsingarnar, sem við sendum út, komast til skila.
Dæmi um hvernig hægt er að nota Smore í leikskólastarfinu:
Hér má sjá fréttabréf Spóans en allar deildir senda út fréttabréf að hausti til foreldra eftir foreldrakynningu, í ár ákváðum við að hressa aðeins upp á útlitið á fréttabréfinu og senda það út rafrænt í gegnum Smore og tókst það vel.
Fréttabréf Spóans
Hægt er að búa til fleiri en eina síðu og hengja þær saman og búa til nokkurskonar vefsíður.
Hér má sjá dæmi um þessa uppsetningu. Við tókum þátt í Gaman saman, lærum saman ráðstefnu leikskólana á Akureyri í nóvember 2017 og gerðum fréttabréf í Smore þar sem hægt var að lesa nánar um það sem við vorum að kynna. Hér er kynningarbréfið en í því eru krækjur inn á önnur fréttabréf þar sem hægt er að lesa nánar um ákveðin öpp.
Snjalltækni í leikskólastarfi - kynning á Gaman saman, lærum saman ráðstefnu leikskólanna á Akureyri
Einnig er kjörið að senda út alls kyns auglýsingar í gegnum Smore, t.d. fyrir jólaball, sveitaferð, foreldrasýningar o.s.frv.
Smore er líka hægt að nota til að setja upp rafrænar frásagnir í máli og myndum t.d. eftir vettvangsferðir, uppákomudaga o.sfrv.
Fréttabréf og kynningarefni - Adobe Spark - Page, Post og Video
Adobe Spark er frítt forrit frá hinum gamalgróna Adobe fyrirtæki sem meðal annars bjó til Photoshop sem margir þekkja. Nú hafa þeir búið til app og vefsíðu sem hægt er að nota til að búa til bæði myndbönd, vefsíður og einblöðunga sem auðvelt er að deila með öðrum.
Ef leitað er að Adobe Spark í App Store þá koma upp þrjú öpp. Adobe Spark video sem við notum á Krógabóli til að búa til myndbönd, Adobe Spark Page sem hægt er að nota til að búa til fallegar vefsíður og kynningar á netinu og síðast en ekki síst Adobe Spark Post sem er app til að búa til myndir með texta, t.d. auglýsingar.
Adobe Spark Video fyrir Ipad
Adobe Spark Page fyrir Ipad
Adobe Spark Post fyrir Ipad
Á Krógabóli höfum við aðallega verið að nota myndbanda appið. Það er mjög einfalt í notkun, notandinn raðar upp myndum og myndböndum sem forritið sér svo um að búa til myndband úr, svipar til þess að raða upp glærukynningu. Auðvelt að bæta inn blaðsíðum/glærum á milli myndskeiða eða bæta inn texta á myndirnar. Hægt er að velja um ýmis þemu sem setja skemmtilegan svip á myndböndin. Einnig er hægt að lesa inn á eða bæta við tónlist. Mjög einfalt og þægilegt í notkun. Page og Post geta verið hentug til að búa til alls kyns kynningarefni, fallegar auglýsingar fyrir viðburði eða til að setja verkefni barnanna fram á nýstárlegan máta.