Árgangastarf

Samhliða nýju námskránni var ákveðið að mynda teymi innan leikskólans sem samanstanda af þeim kennurum sem eru með hópa á sama aldri. Stundum eru t.d. fjögurra ára börnin okkar á fjórum deildum og því mikilvægt að veita þeim öllum sambærileg tækifæri í leik og starfi, það er einnig gott fyrir kennara að hafa stuðning hver af öðrum og vettvang til að vinna saman þvert á deildir, deila hugmyndum og hjálpast að.

Teymin hittast reglulega og skipuleggja þá og samræma starfið. Unnið er að sömu markmiðum samkvæmt námskránni en hver kennari hefur frelsi til að vinna að markmiðunum á sinn hátt. Stundum hafa árgangarnir tekið sig saman og unnið út frá sama þema í bókavinnunni. 

Það er almenn ánægja með þetta fyrirkomulag og hefur það stutt við innleiðinguna á nýju námskránni sem er aldursskipt. 

©Krógaból, 2017