Bókapokar

 
Hugmyndin að bókapokunum kom upp þegar unnið var að því að flokka og koma upp efni á Vegginn. Þá datt okkur í hug að gaman væri að halda utan um þau verkefni sem eru í kringum bækur á svipaðan hátt og önnur verkefni. Frá því að þróunarverkefnið hófst hefur hver hópur unnið með a.m.k. eina bók, sögu eða sönglag yfir skólaárið. Þemavinnan snýst þá í kringum söguþráð bókarinnar, sönglagsins eða sögunnar og börnin vinna fjölbreytt verkefni sem miða að því að efla málið á skapandi hátt. Við viljum hafa að leiðarljósi að vinna með málræktina á heildrænan hátt og reynum eftir bestu getu að tengja verkefnin við bæði námskránna okkar og áhugasvið barnanna.

Að vinna þemavinnu og verkefni út frá bókum hefur gefist afar vel og verið vinsæl bæði meðal barna og kennara. Unnið er út frá einni bók í einu og henni gerð góð skil. Bókin, kennsluhugmyndir og verkefni eru sett í poka sem fer síðan á Vegginn eftir að þemaverkefninu lýkur. Þar hafa allir kennarar aðgang að verkefninu og geta unnið með það áfram og sett mark sitt á það sem í pokanum er. Dæmi um verkefni í pokunum eru lykilorð úr bókunum, myndapúsl, brúður eða annar efniviður sem táknar sögupersónur eða hluti, sönglög, hugmyndir að myndlistaverkefnum, spil, málræktarverkefni, hugmyndir að því hvernig hægt er að nota bækurnar með spjaldtölvum o.s.frv.


Bókapokar

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um bókapoka og innihald þeirra:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Skrímslabækurnar

Það kemst ekki allt í poka. Þessi flottu skrímsli eru búin til úr pappakössum.
Þau borða stafi, form, liti og ýmislegt fleira og urðu til í kringum vinnu við Skrímslabækurnar.


Pappírs Pési

Pappírs Pési var eitt af fyrstu verkefnunum sem unnin voru út frá bókum hjá okkur. Kveikjan að því verkefni var hjá börnunum en þau höfðu verið að lesa um Pappírs Pésa með kennaranum sínum. Kennaranum datt svo í hug að athuga hvort hægt væri að sjá brot úr gömlu Pappírs Pésa þáttunum á Youtube. Börnin voru heilluð af Pésa og vildu endilega fá hann í heimsókn. 

Ákveðið var að búa Pappírs Pésa til og tengja vinnuna með hann við dygðirnar og þann orðaforða sem fylgir þeim en skólaárið 2015-2016 vorum við að vinna með hófsemi, hjálpsemi og glaðværð. Þetta tókst ljómandi vel og börnin voru hrifin af Pésa og tóku hann strax í hópinn og hjálpuðu honum að aðlagast eins og sjá má í þessu skemmtilega myndbandi sem sýnt var á foreldrasýningu um vorið. 

 


Sigga og skessan

Hér má sjá fjölbreytta vinnu út frá sögunni um Siggu og skessuna, þar sem málrækt og listsköpun er tvinnuð saman:
 

©Krógaból, 2017