Ljós og skuggar - myndavél

Einn daginn í blíðskaparveðri ákváðum við að fara með hóp elstu barnanna út og leyfa þeim að taka skuggamyndir. Við fórum út með 9 börn og skiptum þeim í þrjá hópa, þrír saman með einn Ipad, verkefnið var að taka myndir af skuggum. Þetta heppnaðist ljómandi vel og börnunum fannst þetta skemmtilegt, þau unnu vel saman og það gekk vel að skiptast á og skipta verkum. Tveir bjuggu til skugga á meðan að einn myndaði. Verkefnið tók um það bil hálftíma og höfðu þau gott úthald. 

Markmiðið var að börnin lærðu á myndavélina, bæði að taka myndir og skoða þær í Ipadinum. Það kom okkur nokkuð á óvart hversu margar myndir þau náðu að taka á stuttum tíma en í ljós kom þegar Ipadarnir voru tæmdir að um 800 myndir höfðu verið teknar. Með það í huga þá væri e.t.v. sniðugt að undirbúa börnin betur og gefa þeim ákveðin verkefni með myndavélarnar eins og t.d. að taka 10 myndir af skuggum, það er nú samt líka alltaf gaman að leyfa bara sköpunargleðinni að njóta sín og það gerði hún svo sannarlega í þessu skemmtilega verkefni. 

Hér má sjá nokkar af myndum barnanna:













 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

©Krógaból, 2017