Imovie trailer myndbandagerð

Imovie trailer er innbyggt í Imovie appið sem fylgir öllum Ipödum í dag. Imovie trailer gefur möguleika á að búa til örstutt myndbönd (um það bil 1. mínúta) með því að velja þema, skrifa texta og draga myndir inn í ákveðið tilbúið form, appið sér síðan um að búa til myndbandið úr myndbrotunum og setur sjálfkrafa tónlist undir í stíl við þemað. Mjög skemmtilegt app til að búa til stuttar myndir úr starfinu.


Imovie Trailer örmyndbönd
Hér eru tvö dæmi um myndbönd sem slógu í gegn á Krógabóli, þau voru bæði unnin í Imovie trailer en í ólíkum þemum eins og sjá má á útliti og tónlist í myndböndunum. Í báðum tilvikum er um að ræða auglýsingu fyrir vorhlaup Krógabóls sem fer fram árlega á íþróttavellinum við Hamar. Hugmyndin er að gefa foreldrum smá innsýn í undirbúninginn fyrir hlaupið en í maí æfa börnin úti og vinna með þol, þrek og leiki á skólalóðinni og í nágrenni skólans. 
 Hér er annað dæmi um myndband unnið í hreyfingu á Krógabóli og nú er þemað Bollywood. Við fengum nokkur börn með okkur í lið og þau sýndu þverskurð af því starfi sem hafði farið fram í salnum um veturinn. Fókusinn var á hvernig við tvinnum saman dygðir og hreyfingu en einn af hornsteinum starfsins á Krógabóli er vinna með lífsleikni og reynum við að flétta þær inn í allt starfið eftir því sem við á, t.d. í málrækt, hreyfingu, vinnu út frá bókum o.s.frv. 


Imovie trailer er mjög skemmtilegt til að gera starfið sýnilegt, búa til stuttar auglýsingar eða kynningar eða vinna myndbönd með börnunum. Notandinn raðar inn myndum og myndböndum í ákveðið form, velur þema sem passar við og forritið sér um að búa til flott myndband. Imovie trailer er kjörið fyrir þá sem eru að æfa sig í myndbandagerð, einfalt og þægilegt.

©Krógaból, 2017