Rafbækur

Á Krógabóli höfum við valið að nota Book Creator í rafbókagerð, það er til fjöldinn allur af rafbókaforritum og við eigum nokkur önnur í spjaldtölvunum okkar en að okkar mati er Book Creator einfaldast og því mælum við með því. Í snjallsmiðjunni er umfjöllun um Book Creator sem hægt er að skoða með því að smella HÉR.


Book Creator

Book Creator er frábært app sem hentar vel í skólastarfi. Hægt er að nota appið í vinnu með börnum, sem skráningartæki fyrir kennara, til að búa til fjölbreytilegar bækur á rafrænu formi, til að miðla upplýsingum til foreldra og til að gera starfið í skólanum sýnilegt.

Rafbækurnar er hægt að vista á margvíslegu formi og deila með öðrum, t.d. er bæði hægt að búa til bækur sem hægt er að fletta og líka myndbönd þar sem bókin flettist af sjálfsdáðum. Auðvelt er að læra á og vinna með forritið, einfalt að búa til ný verkefni, bæta við blaðsíðum, setja inn myndir, taka myndir, skrifa og teikna, setja inn texta og bæta við hljóði eða tónlist. Með Book Creator appinu geta allir búið til bækur. Flott app til að nota í málörvun, þar sem m.a. er hægt að vinna með framsögn, sögugerð, orðaforða o.s.frv. 

Á heimasíðu Book Creator má finna ýmsar upplýsingar um forritið auk hugmynda um hvernig hægt er að nota það í skólastarfi. 

Book Creator fyrir Ipad
Book Creator fyrir Android


Book Recorder

Smáforrit sem hægt er að nota til að búa til hljóðbækur, hentar vel fyrir myndabækur. Notandinn les inn hverja síðu fyrir sig og setur inn hljóð þegar barnið á að fletta á næstu síðu. Barnið getur svo hlustað á söguna og skoðað myndirnar á meðan.

Forritið er líka skemmtilegt fyrir börn sem vilja búa til hljóðbækur sjálf, bæði þau eru farin að lesa texta og þau sem lesa myndirnar og segja frá því sem gerist á hverri blaðsíðu. Upptökuna má svo hlusta á aftur og aftur. Sniðugt fyrir litla bókaorma. 

Vefsíða Book Recorder

Book Recorder fyrir Ipad

©Krógaból, 2017