Í þróunarverkefninu var lögð áhersla á að tengja verkefnin námskrá leikskólans sem finna má á heimasíðu skólans - Krógaból - og læsisstefnunni Læsi er lykillinn sem er samvinnuverkefni skóla á Eyjafjarðarsvæðinu, Miðstöðvar skólaþróunar við HA og fræðslusviðs Akureyrarbæjar en sú stefna byrjaði að mótast á sama tíma og þróunarverkefnið okkar var að fara í gang.
Á vefsíðu Læsi er lykillinn er að finna mikið af upplýsingum sem nýtast vel þegar kemur að því að endurskoða málrækt í leikskólum, setja markmið og efla starfið. Hvetjum alla til að nýta sér hana.
©Krógaból, 2017