Grunnforrit

Í þróunarverkefninu er mest áhersla lögð á að nota skapandi forrit, þ.e. forrit sem gefa margar leiðir til úrvinnslu og afurðin verður aldrei eins. Við vinnum mikið út frá bókum og notum snjalltæknina í alls kyns þemaverkefnum. 

Í App Store er til mikill fjöldi smáforrita en við mælum með því að vanda valið og nota fá grunnforrit og læra vel á þau. 


Hér er listi yfir þau forrit sem mest eru notuð í verkefnavinnu á Krógabóli:


Sögugerð og styttri frásagnir:
Puppet Pals HD
Puppet Pals II
Chatter Pix


Bókagerð:
Book Creator


Myndbönd:
Imovie
Adobe Spark Video


OSMO
Osmo 
Við notum OSMO snjalltækið meira en staka leiki. Það sem gerir OSMO leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur púslukubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, teikna, forrita, skapa og gera tilraunir.


Qr kóðar:
Qr kóðar
Við notum Qr kóða töluvert og mælum með því að fara inn á www.qrstuff.com til að búa þá til. Þar er hægt að búa kóðana til frítt. 


Leikir og smáforrit
Þegar við notum leiki í starfinu leggjum við áherslu á að nota þá í tengslum við námskrána og til að styrkja eða efla einhverja ákveðna færni, t.d. fínhreyfingar, stærðfræði eða mál. Við notum ekki leiki með auglýsingum heldur kaupum alltaf fullar útgáfur.  

Hér á vefsíðunni er hægt að skoða lista yfir þau smáforrit sem eru í spjaldtölvunum okkar og við mælum með, t.d. til að leyfa börnunum að prófa heima. 
 

©Krógaból, 2017