Málræktarmappa Krógabóls byggir á námskránni, þ.e.a.s. ef kennari fer í gegnum möppuna með börnunum yfir skólaárið er hann í raun búinn að vinna með þá þætti sem á að vinna með samkvæmt námskránni.
Hugmyndin að möppunni kom upp þegar við endurskoðuðum málræktarstarfið hjá okkur. Þá kom í ljós að margir voru óöruggir þegar kom að málrækt og fannst erfitt að vinna með þætti eins og t.d. hljóðkerfisvitund.
Mappan hefur nýst vel og verið mikið notuð. Nýir kennarar hafa verið sérstaklega ánægðir með möppuna þar sem hún hefur aukið öryggi þeirra í að vinna með málrækt á markvissan hátt og sparað vinnu við skipulagningu. Möppunni fylgja einnig hugmyndir að frekari verkefnavinnu.
Möppurnar eru þrjár, fyrir 2-3 ára, 3-4 ára og 5-6 ára. Í þeim eru settar upp hugmyndir að málörvunartímum. Það er bæði hægt að fara algjörlega eftir möppunum tíma fyrir tíma eða fletta í þeim og fá hugmyndir. Efnið skarast að einhverju leyti og geta þeir sem eru að vinna með 4 ára börnin t.d. notað verkefni úr möppu elstu barnanna o.s.frv.
Í möppunni er vísað í það efni sem þarf fyrir hvern tíma, t.d. efni af Veggnum eða önnur kennslugögn sem til eru í skólanum en einnig fylgja möppunni ýmis verkefni. Lagt var upp með að tengja málræktina við hreyfingu, sköpun og leik.
Dæmi um verkefni úr möppunni:
©Krógaból, 2017