Orðaforði og skilningur

Málskilningur er meginstoð lesskilnings og er því ein af þeim undirstöðum læsis sem leggja þarf rækt við í skólastarfi. Öflugur orðaforði er gífurlega mikilvægur því ef barn skilur fá orð nær það ekki samhengi í því sem sagt er við það, það nær ekki að fylgja eftir lestri eða tjá sig á fullnægjandi hátt. Eitt af því besta sem við getum gert til að búa börnin okkar undir lífið er því að lesa mikið fyrir þau, spjalla við þau og kenna þeim ný orð og hugtök. 

Til eru ýmis skemmtileg forrit þar sem unnið er með orðaforðann en í raun er hægt að vinna með orðaforða út frá hvaða forriti eða bók sem er, það sem skiptir máli er nærvera foreldra/kennara og að sett séu orð á hluti, hugtök og atburði. Það er alltaf gagnlegt að kenna börnum óhlutbundin hugtök eins og t.d. staðsetningar- og eiginleikahugtök. Tímahugtök, andstæð hugtök og lýsandi hugtök.


Bitsboard

Frábært forrit þar sem hægt er að búa til sín eigin verkefni. Notandi tekur myndir, skrifar texta og les inn á myndirnar og forritið sér um að búa til alls kyns leiki í kringum þær eins og t.d. orðasúpu, stafapúsl, lestraræfingar o.s.frv. Einnig hægt að ná í myndir og verkefni á netið og njóta góðs af því sem aðrir hafa búið til. Ef leitað er að "íslenska" í verkefnasafni (catalog) appsins koma upp fullt af verkefnum íslendingar hafa búið til og deilt.

Mjög gott til að vinna með orðaforða og til að vinna með tvítyngdum börnum. Grunnútgáfan af Bitsboard er frí en hægt er að kaupa Pro útgáfu með fleiri möguleikum. 

Bitsboard á App store 


Orðagull

Smáforritið Orðagull er íslenskt smáforrit sem miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu nemenda. Allt eru þetta mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Gengið er út frá því að smáforritið henti elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Í gegnum skráningarkerfi forritsins er foreldrum og kennurum gert kleift að meta árangur og fylgjast með framförum. Orðagull er ókeypis. 

Möguleikar sem forritið býður upp á:

Að hlusta á og fara eftir heyrnrænum fyrirmælum
Muna og endurtaka fyrirmæli
Já og nei spurningar
Orðaforði
Orðalestur
Lesskilningur
Hlustunarskilningur

Orðagull á App store


Leikirnir frá Tiny Hands

Litir, stærðir, form, flokkun, röðun, pörun, talnaskilningur o.fl. 

Vandaðir leikir fyrir börn á leikskólaaldri, henta líka vel fyrir sérkennslu.  Unnið er með hugtök og rökhugsun á skemmtilegan hátt. Hver leikur samanstendur af nokkrum stuttum þrautum sem henta vel til að æfa börn í að skiptast á. Leikirnir hafa þann kost að yfirleitt er ekki talað inn á þá á ensku, verkefnin skýra sig einnig að mestu sjálf þannig að þeir eru lausir við skýringartexta á skjánum. Tónlist og grafík í leikjunum eru til fyrirmyndar. Tiny Hands smáforritin voru hönnuð í samstarfi við kennara og barnasálfræðinga.
  
Flesta Tiny Hands leiki er hægt að sækja án endurgjalds til að prófa. Þá eru tvö til þrjú verkefni opin en til að opna leikinn að fullu þarf að borga, leikirnir eru þegar þetta er skrifað á 5-10 dollar stykkið. Í App Store er líka boðið upp á svokallað "bundle" eða pakka þar sem hægt er að kaupa nokkra Tiny Hands leiki saman á afslætti. Við mælum með því að kaupa strax fullar útgáfur, hér fyrir neðan er hægt að smella á hlekki sem vísa beint inn á leikina í App Store fyrir þá sem nota Ipad og Google Play fyrir þá sem nota Android. 

Tiny Hands eru frábær smáforrit fyrir sérkennslu en einnig fyrir yngstu börnin sem eru að byrja að æfa sig í hugtökum. Flestir leikirnir snúast um að raða, para og flokka alls kyns form, liti og stærðir. Einnig læra börnin að telja, þekkja tölustafina og hvaða talnagildi liggja á bak við þá. Leikirnir eru flottir í málörvun þar sem unnið er með ýmis hugtök til dæmis eiginleika- og staðsetningarhugtök.

Tiny Hands eru með heimasíðu á Facebook, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum frá fyrirtækinu. Tiny Hands á Facebook.

Leikirnir hér fyrir neðan eru allir til fyrir Ipad en úrvalið er alltaf að aukast fyrir Android líka.

Það skiptir miklu máli að vera með barninu á meðan að það spreytir sig í leikjunum. Hlutverk foreldra og kennara er að setja orð á þá hluti, hugtök og athafnir sem koma fyrir. Með því móti er hægt að efla bæði málskilning og orðaforða á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt. 


Sorting

Sorting 1 fyrir Ipad
Sorting 2 fyrir Ipad
Sorting 3 fyrir Ipad

Þessir leikir eru í uppáhaldi á Krógabóli. Vandaðir, ódýrir leikir þar sem unnið er á skemmtilegan hátt með hugtök, s.s. staðsetningar- og eiginleika hugtök, liti, form og tölur. Einnig eiga börnin að flokka ýmislegt eins og t.d. hvað tilheyrir hvaða árstíð eða starfsgrein. Leikirnir reyna á rökhugsun og efla orðaforða.

Hægt er að ná í fría útgáfu af leiknum og kaupa svo aðgang að fleiri borðum ef leikurinn slær í gegn. Þetta eru leikir sem við mælum með fyrir leikskólabörn upp að fjögurra ára aldri, tvítyngd börn og börn sem þurfa að æfa sig betur í hugtökum. Eins og alltaf skiptir miklu máli að kennarinn sé með til að ljá hlutum og athöfnum nöfn. 

Sorting 1 og 2 eru ætlaðir fyrir 2 ára og eldri en Sorting 3 fyrir 3 ára og eldri.


First words 

First Words 1 fyrir Ipad
First Words 1 fyrir Android
First words 2 fyrir Ipad
First Words 2 fyrir Android

Einfalt lottó fyrir yngstu börnin, mælt með frá 1 árs aldri. 
Fínt til að auka orðaforðann, tíu spjöld í boði, t.d. leikföng, dýr, farartæki, föt og matur. Skýrar og góðar myndir sem endurspegla grunnorðaforðann. 


Towers 1 og 2

Towers 1 fyrir Ipad
Towers 2 fyrir Ipad

Towers 1 er fyrir börn frá 1 árs aldri, Towers 2 er fyrir börn frá 2 ára. Flottir leikir þar sem fallegum myndum af alls kyns turnum, híbýlum og hlutum er raðað í stærðarröð. Hér er gott að sitja með barninu og útskýra hugtök eins og minnstur, næst minnstur, stærstur, næst stærstur, stærri en, minni en o.s.frv. Reynir á rökhugsun og útsjónarsemi.


What's my pair 1,2 og 3

What's my pair 1 fyrir Ipad
What's my pair 2 fyrir Ipad
What's my pair 3 fyrir Ipad

Raða, flokka, byggja og finna hvað passar saman eftir litum, formum og mynstrum. Reynir á rökhugsun, athygli og minni. 
Fjölbreytt verkefni fyrir börn frá tveggja ára og upp úr. Hentar vel í sérkennslu.


Raccoon Treehouse 

Hér er unnið með rökhugsun og minni. Verkefnin reyna á að raða í röð eftir stærð, klára ófullgerðar myndir, vinna með form og allskyns röðun, pörun og flokkun. Hægt að vinna með ýmis hugtök út frá leiknum, svo sem litina og stærðir.

Raccoon Treehouse fyrir Ipad


Town Center

Leikur með bæjarþema. Hægt er að velja um tíu staði t.d. bílaverkstæði, bakarí, verslun og veitingastað, á hverjum stað er verkefni sem þarf að vinna og reyna þau á svipaða þætti eins og í hinum Tiny Hands leikjunum, röðun, pörun og flokkun, hugtök, rökhugsun, mengi, talnaskilning frá 1-5, liti o.fl. skemmtilegt.

Town Centre fyrir Ipad


Artic Birthday

Raða, flokka, byggja og finna hvað passar saman eftir litum, formum og mynstrum. Reynir líka á rökhugsun.  
Skemmtilegur leikur þar sem m.a. er unnið með litina, flokkun, form og stærðir. Hentar fyrir börn frá tveggja ára aldri. Eins og nafnið gefur til kynna er afmælisþema í þessum leik.

Artic Birthday fyrir Ipad
Artic Birthday fyrir Android


Santa Toy Factory

Leikur með jólaþema. Reynir á svipaða þætti og leikirnir frá Tiny Hands en nú er þemað verkstæði jólasveinsins. Unnið með form, púsl og stærðarröð.

Santa Toy Factory fyrir Ipad
Santa Toy Factory fyrir Android


Leikirnir frá My First App

My First App er fyrirtæki sem stofnað var af forritara, grafískum hönnuði og barnasálfræðingi sem eiga það sameiginlegt að vera einnig foreldrar barna á aldrinum 1-7 ára. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til þroskaleiki fyrir ung börn með það að markmiðið með leikirnir séu litríkir, skemmtilegir og þroskandi. Á vefsíðu My First App er hægt að skoða leiki eftir aldri barna. Öppin eru til bæði fyrir Apple og Android. Yfirleitt er hægt að prófa tvö borð frítt en svo er hægt að borga til að opna allan leikinn. Leikirnir eru frekar ódýrir, full útgáfa kostar minna en 400 krónur þegar þetta er skrifað. Einnig er hægt að kaupa nokkra leiki saman og þá kosta þeir minna. 

Leikirnir sem við notum mest frá My First App eru leikir þar sem unnið er með orðaforða en einnig er hægt að fá leiki sem reyna á að raða og flokka, telja, vinna með stærðfræði o.s.frv. Hér á eftir má sjá lista yfir leiki frá My First App sem til eru á Krógabóli:


My House 

My House, eða húsið mitt, er nokkurs konar dúkkulísuleikur, hægt er að velja sér herbergi og raða inn í það bæði húsgögnum, persónum og ýmsum hlutum sem tilheyra herberginu. Appið er því mjög gott til að vinna með ákveðinn orðaforða eins og t.d. orðaforða sem tengist heimilinu eða jafnvel sérhæfari orðaforða eins og t.d. bara það sem tilheyrir eldhúsi. Í My House og flestum öppum frá My First App er hægt að tala inn á myndirnar. Með lítilli fyrirhöfn er því hægt að íslenska forritið eða jafnvel leyfa börnunum að lesa inn nöfn hlutanna sem er að finna í appinu.  

My House fyrir Ipad
My House fyrir Android


My Scene 

My Scene er nokkurs konar dúkkulísuleikur, hægt er að velja sér umhverfi og raða inn í það hlutum og persónum sem tilheyra. Appið er því mjög gott til að vinna með ákveðinn orðaforða eins og t.d. orðaforða sem tengist garðinum, hafinu eða geimnum. Í My Scene, og flestum öppum frá My First App, er hægt að tala inn á myndirnar. Með lítilli fyrirhöfn er því hægt að íslenska forritið eða jafnvel leyfa börnunum að lesa inn nöfn hlutanna sem er að finna í appinu.  

My Scene fyrir Ipad
My Scene fyrir Android


My Fairytale 

My Fairytale World er nokkurs konar dúkkulísuleikur, hægt er að velja sér umhverfi og raða inn í það hlutum og persónum sem tilheyra. Appið er því mjög gott til að vinna með ákveðinn orðaforða eins og t.d. orðaforða í sögum og ævintýrum. Í My Scene og flestum öppum frá My First App er hægt að tala inn á myndirnar sem er frábært. Með lítilli fyrirhöfn er því hægt að íslenska forritið eða jafnvel leyfa börnunum að lesa inn nöfn hlutanna sem er að finna í appinu.  

My Fairytale World fyrir Ipad
My Fairytale World fyrir Android


Baby-Chef

Baby-Chef er leikur þar sem börnin búa til alls kyns rétti, til þess að búa til réttinn þarf að raða hráefnunum saman og þar gefst gott tækifæri til að læra orð sem tengjast mat, einnig er hægt að æfa sig að telja, læra litina og æfa hugtök eins og undir, ofan á, mikið, lítið, gott, vont, súrt, sætt o.s.frv. Í Baby-Chef og flestum öppum frá My First App er hægt að tala inn á myndirnar. Með lítilli fyrirhöfn er því hægt að íslenska forritið eða jafnvel leyfa börnunum að lesa inn nöfn hlutanna sem er að finna í appinu.  

Baby-Chef fyrir Ipad
Baby-Chef fyrir Android


My First Sounds 

First Sounds er einfaldur leikur fyrir allra yngstu börnin þar sem unnið er með dýr, hluti, myndir og hljóð. Í First Sounds og flestum öppum frá My First App er hægt að tala inn á myndirnar. Með lítilli fyrirhöfn er því hægt að íslenska forritið eða jafnvel leyfa börnunum að lesa inn nöfn hlutanna sem er að finna í appinu.  

My First Sounds fyrir Ipad
My First Sounds fyrir Android


My Profession

Góður leikur þar sem unnið er með orðaforða tengdan ýmsum störfum. Leikurinn gengur út á að para saman starf og hluti sem tengjast því t.d. smiður og verkfærakassi, læknir og læknisdót. Reynir á rökhugsun og bakgrunnsþekkingu. Í My Profession eins og flestum öppum frá My First App er hægt að tala inn á myndirnar. Með lítilli fyrirhöfn er því hægt að íslenska forritið eða jafnvel leyfa börnunum að lesa inn nöfn hlutanna sem er að finna í appinu.  

My Profession fyrir Ipad
My Profession fyrir Android


What's Weird 1 og 2

Fjórar myndir birtast í hverju verkefni, notandinn á svo að finna myndina sem er eitthvað skrítið er að gerast á. Börn hafa flest gaman af þessum leik og finnst fyndið t.d. þegar gulrót er ofan í tannburstaglasi eða þegar að klukka stendur í blómapotti. 

What's Weird 1 fyrir Ipad
What's Weird 1 fyrir Android

What's Weird 2 fyrir Ipad
What's Weird 2 fyrir Android


Leikirnir frá My PlayHome 

My PlayHome er nokkurs konar dúkkuhús þar sem hægt er að raða inn persónum og nota allt sem í herbergjunum er. Þessi gagnvirkni gefur möguleika á miklu spjalli og leik með orð. Mjög gott til að kenna heiti á hlutum innan heimilisins en oft vantar t.d. tvítyngdum börnum þessi orð á íslensku þar sem annað tungumál er talað heima. Appið er líka frábært til að vinna með staðsetningar- og eiginleikahugtök.

Það sem helst heillar við appið eru fallegar myndir og gagnvirkni þ.e. það er hægt að opna og loka skápum, kveikja og slökkva á sjónvarpinu, draga frá og draga fyrir gardínur, steikja egg og gefa fjölskyldunni að borða o.s.frv.

Appið er ódýrt, þegar þetta er skrifað kostar það undir 500 krónum og í því eru engar auglýsingar. Fæst bæði fyrir Ipad og Android.  

Smám saman eru alltaf að bætast við fleiri leikir í þessa seríu og núna er einnig hægt að fá My PlaySchool, My PlayHospital og My PlayStore. Ef maður á fleiri en einn leik þá er hægt að ferðast á milli staða án þess að fara út úr leiknum, það eina sem þarf að gera er að ganga út úr húsinu og út á götu og þaðan inní t.d. annað hvort sjúkrahúsið, búðina eða skólann. My Play leikirnir eru frábærir til að læra grunnorðaforðann í tungumálinu á skemmtilegan hátt.

Þessir leikir byggja á því að kennari/foreldri sitji með barninu og setji orð á hluti og athafnir. 

My PlayHome fyrir Ipad
My PlayHome fyrir Android

My PlaySchool fyrir Ipad
My PlaySchool fyrir Android

My PlayStore fyrir Ipad
My PlayStore fyrir Android

My PlayHospital fyrir Ipad
My PlayHospital fyrir Android 
 

©Krógaból, 2017