Book Creator - bókagerð

Book Creator er frábært app sem hentar vel í skólastarfi. Hægt er að nota appið í vinnu með börnum, sem skráningartæki fyrir kennara, til að búa til fjölbreytilegar bækur á rafrænu formi, til að miðla upplýsingum til foreldra og gera starfið í skólanum sýnilegt.

Rafbækurnar er hægt að vista á margvíslegu formi og deila með öðrum, t.d. er bæði hægt að búa til bækur sem hægt er að fletta og líka myndbönd þar sem bókin flettist af sjálfsdáðum. Auðvelt er að læra á og vinna með forritið, einfalt að búa til ný verkefni, bæta við blaðsíðum, setja inn myndir, taka myndir, skrifa og teikna, setja inn texta og bæta við hljóði eða tónlist. Með Book Creator appinu geta allir búið til bækur. Frábært app til að nota í málörvun, þar sem m.a. er hægt að vinna með framsögn, sögugerð, orðaforða o.s.frv. 

Appið er til bæði fyrir Apple og Android tölvur.  

Book Creator hefur verið notað með góðum árangri í samvinnu skóla m.a. á milli landa. Á Sauðárkróki unnu nokkur grunnskólabörn frábært verkefni í samstarfi við jafnaldra í Chicago. Í verkefninu bjuggu börnin saman til bók sem sýndi þeirra nánasta umhverfi, bókin var send á milli landanna reglulega og unnu börnin í hana til skiptis. Hægt er að skoða þetta skemmtilega verkefni með því að smella HÉR.

Á heimasíðu Book Creator má finna ýmsar upplýsingar um forritið auk hugmynda um hvernig hægt er að nota það í skólastarfi. Á heimasíðunni má m.a. finna blogg færslur frá kennurum sem eru að nota appið, myndbönd sem sýna alvöru verkefni sem unnin hafa verið í skólum, gagnlegar greinar og fleira áhugavert. Hvet alla til að kíkja á síðuna.

Book Creator er fáanlegt fyrir Apple, Android og Windows spjaldtölvur.


Viltu læra að nota Book Creator?

Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi á Sauðárkróki hefur búið til kennslumyndband á íslensku þar sem kennt er á forritið:
Kennslumyndband Ingva Hrannars 

Book Creator - Vefkynning Krógaból


Hér eru nokkrar hugmyndir sem sýna hvernig hægt er að nota Book Creator með leikskólabörnum,
flestar hugmyndirnar má einnig útfæra fyrir eldri börn:


Bók barnsins
Mynd af barninu, verkefni, gullkorn, myndir úr starfinu, myndbönd eða annað. Barnið getur tekið þátt í að búa til bókina eða gert hana sjálft. Velja liti, myndir o.s.frv.

Hópastarfsbók
Myndir, myndbönd, frásagnir eða hvað eina úr hópastarfi vetrarins.

Ferilbækur
Sýna hvernig eitthvað verður til, hugmynd verður að fullunnu verki, t.d. þemavinna frá upphafi til enda, verkefni í hópastarfi.

Hópastarfsbók
Myndir, myndbönd, frásagnir eða hvað eina úr hópastarfi vetrarins.

Ferðasögur
T.d. úr vettvangsferðum, hægt er að setja tónlist undir og tala inn á. Myndir og myndbönd.

Ferðahandbækur
Segja frá áhugaverðum stöðum í nágrenninu með myndum og orðum barnanna.

Náttúruskoðun og grenndarkennsla
Fylgjast með árstíðunum, taka mynd t.d.af tré einu sinni í mánuði, búa til blómabækur eða mynda ákveðna staði eða byggingar í bænum.

Samstarfsverkefni
Bókin send á milli skóla, heimilis og skóla, landa, deilda o.s.frv. Fleiri en einn vinna í bókinni í einu.

Stafrófsbækur
Setja inn bókstaf og taka myndir af hlutum/fólki sem eiga stafinn sem upphafsstaf. Búa til stafina úr alls kyns efnivið og mynda. 

Tölustafabækur
Setja inn tölustafina og setja inn myndir af jafnmörgum hlutum, finna tölustafi í umhverfinu, búa til tölustafi úr alls kyns efnivið og mynda, syngja lag um tölustafi og taka myndband o.s.frv.

Formabækur
Setja inn formin, finna form í umhverfinu, búa til form úr alls kyns efnivið eða með líkamanum og taka myndir.

Skráningar
Brot úr lífi barnsins í skólanum.

Skáldsögur
Börnin búa til sínar eigin bækur, teikna, föndra eða taka myndir og skrá niður eða lesa inn frásögn.

Uppáhalds...
Barnið segir frá t.d. uppáhalds bók, persónu, stað, dýri, leikfangi o.s.frv. 

Frásagnir
Barnið segir frá einhverju sem því dettur í hug t.d. ferðalagi, hvað það gerði um helgina, besta vini sínum, jólafríinu o.s.frv.

Viðtöl
Börnin búa til spurningar og taka viðtöl.

Félagshæfnisögur
Sögur sem segja hvernig á að gera eitthvað eða takast á við ákveðnar aðstæður. 

Kort og kveðjur
Lifandi jólakort, þakkarkort eða afmæliskveðjur með myndböndum, teikningum, söng, myndum og skemmtilegum skilaboðum t.d. til foreldra eða frá leikskólanum. 
Afmæliskort, t.d. þar sem afmælissöngurinn er sunginn, myndband þegar barnið blæs á kertin, kveðja frá vinum á deildinni o.s.frv.

Teiknimyndasögur
Hægt er að búa til flottar teiknimyndasögur í Book Creator.

Bækur
Breyta venjulegum bókum í rafbækur og lesa inn á. Gott t.d. fyrir þá sem eiga erfitt með að fylgjast með í samverustundum, hægt að fá að sitja með heyrnartól og hlusta í rólegheitum. Hægt er að vinna með bækur á fjölbreyttan hátt, gera sínar eigin, endursegja bækur sem börnin hafa unnið með.Möguleikar Book Creator
 

 Teiknimyndasögur í Book Creator


HÉR er hægt að lesa meira um þennan skemmtilega möguleika eða kíkja á myndbandið hér fyrir neðan:

©Krógaból, 2017