Útikennsla

Wikiloc

Wikiloc er app sem gerir notendum kleift að búa til kort byggt á GPS hnitum. Appið býður upp á ýmsa ferðamáta s.s. göngu og hjólreiðar. Notandinn getur sett niður merki/fána á ákveðnum stöðum og skrifað inn texta eða tekið myndir. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu í rauntíma á netinu og fylgja slóðinni seinna og/eða skoða þær merkingar sem settar hafa verið inn. Appið sýnir einnig ýmsar tölfræðilegar upplýsingar frá ferðalaginu, svo sem vegalengd, tíma og hæð yfir sjávarmáli.  
 

Skemmtilegt til að nota við útikennslu í skólum, bæði hægt að búa til leiðir og ratleiki þar sem nemendur fylgja ákveðinni slóð eða fá nemendur til að búa til slóðir. Gaman fyrir foreldra að geta farið sömu leið seinna með barninu og það getur sagt frá.  
 

Til þess að hægt sé að senda út beint frá ferðum og fylgja slóðum sem aðrir hafa búið til þarf að kaupa áskrift inni í appinu sem kostar rúmlega 6 dollara á ári. Hægt er að fletta upp gönguleiðum víða um heima og nýta appið á ferðalögum.
 

Á vefsíðu Wikiloc er hægt að fletta upp göngu- og hjólaleiðum víðsvegar um heiminn og ef leikskólinn er með aðgang þá geta foreldrar skoðað alla göngutúra sem settir hafa verið inn.

Vefsíða Wikiloc
 

Appið fæst bæði fyrir Android og Apple tæki:
Android
Apple


Xnote

Skemmtilegt app fyrir ratleiki og fjársjóðsleit. Einfalt er að búa til leiki og senda til þátttakenda. Þátttakendur þurfa ekki að hafa appið í símanum nóg er að hafa vafra og nettengingu. Hægt er að senda slóð á fjársjóðsleitina með fjölbreyttum leiðum, t.d. er hægt að senda í gegnum smáskilaboð, á vefsíðu eða á Facebook.

Xnote fyrir Ipad


Plöntulykill

Greiningarlykill fyrir Flóru Íslands. Greina má plöntur fjölbreyttum leiðum t.d. eftir fjölda krónublaða, lit, blaðröndum, stöðu á stöngli eða stönglinum sjálfum. Íslenskt app.

Plöntulykill fyrir Iphone

Plöntulykill fyrir Android


Spyglass - áttaviti

Spyglass er áttaviti í Ipad, það sem gerir hann skemmtilegan er að hann nýtir myndavélina í Ipadinum þannig að áttavitinn sést á skjánum en jafnframt það sem er fyrir framan Ipadinn.

Spyglass fyrir Ipad


Skyview

Skemmtilegt frítt app til að skoða stjörnurnar og stjörnumerkin. Hægt að beina Ipadinum að himninum og fá upplýsingar um það sem fyrir augu ber.

Skyview fyrir Ipad 


Qr kóðar

Qr kóði er nokkurskonar strikamerki sem hægt er að geyma gögn á bak við. Með því að nota app úr síma eða öðru snjalltæki er hægt að skanna strikamerkið og skoða efnið sem tengt er kóðanum.

Hægt er að ná í allskyns útgáfur af Qr kóða lesurum bæði fyrir Apple og Android tæki í App Store og Play Store, hér fyrir neðan er slóð á frítt app sem er laust við auglýsingar og virkar hratt og vel:

Qr Reader fyrir Ipad
Qr Reader fyrir Android

Það er auðvelt að búa til Qr kóða á netinu og þar eru ýmsar síður sem hægt er að nota, á sumum síðum þarf að greiða fyrir notkun en aðrar eru fríar eins og t.d. http://www.qrstuff.com. Á Qr stuff vefsíðunni er einfalt að búa til og vista kóða sem hægt að prenta út eða senda rafrænt. Sá sem fær kóðann getur skannað hann og séð hvað liggur að baki.

Qr kóðar eru skemmtilegir í útikennslu og vettvangsferðum þar sem auðvelt er að nota þá til að búa til skemmtilega ratleiki eða fjársjóðsleit. Einnig er hægt að setja á bak við þá alls kyns spurningar eða upplýsingar t.d. um örnefni og þekkta staði.