Veggurinn

Veggurinn er námsgagnasafn Krógabóls í málrækt. Þar er til mikið af vönduðu málörvunarefni sem auðvelt er fyrir kennara að nálgast, efnið nýtist vel þar sem það er staðsett miðsvæðis og eru kennarar almennt ánægðir með skipulagið. 

Töluverð vinna liggur á bak við Vegginn en á skólaárinu 2014-2015 var lagað til í öllu málörvunarefni sem til var í leikskólanum. Við þessa vinnu fannst mikið af góðu efni víða um leikskólann sem gagnast nú öllum. Efnið var sett í handhæga rennda poka (fást í A4) og flokkað eftir litum.

Kennarar voru einnig duglegir að búa til nýtt efni og hafa nýtt t.d. frábærar síður eins og Leikur að bókum, Börn og tónlist og Pinterest til að fá hugmyndir.  


Flokkarnir eru eftirfarandi:

Grænt - Almenn málörvun
Rautt - Hljóðkerfisvitund
Blátt - Lestrarhvetjandi verkefni
Gult - Sögugrunnur
Svart - stærðfræði.

Einnig var tekið frá svæði fyrir þemaverkefni út frá bókum. 


 

 

 

 

 


 

 

 

 


Fljótlega kom í ljós að pokar voru ekki hentugir fyrir öll verkefni og því bættist við hilla fyrir stærri hluti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Pokarnir voru merktir með upplýsingum um efnið og hugmyndum um hvernig hægt er að nota það í starfinu. Á starfsmannafundi var gefin góður tími í að skoða pokana og hafa starfsmenn verið duglegir að bæta áhugaverðum verkefnum í safnið. Í pokunum eru fjölbreytt verkefni, sum heimatilbúin, önnur keypt. 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

©Krógaból, 2017