Wikiloc í útikennslu

16298673_10210900867053262_1485718946920729059_nWikiloc er vefsíða og app sem notuð er af fólki um allan heim til að merkja göngu- og hjólaleiðir. Hægt er að skoða leiðir sem aðrir hafa búið til og gera sínar eigin. 

Það er gaman að nota smáforritið í vettvangsferðum en til þess að það sé hægt þarf að vera með nettengdan Ipad eða tengja Ipadinn við síma. Wikiloc býr til kort af leiðinni sem farin er og það er hægt að deila ferðalaginu í rauntíma t.d. á Facebook. Þannig geta foreldrar fylgst með hvar börnin eru stödd í vettvangsferðum. Getur komið sér vel ef einhver mætir of seint.

Það er hægt að vista leiðina og deila henni og þá geta allir þeir sem eru á svæðinu skoðað gönguleiðina og fetað í fótspor barnanna ef áhugi er á því. Inn á kortið er hægt að setja fána sem eru nokkurs konar merki, á bak við fánana er hægt að setja myndir eða texta.

Hér til hliðar má sjá mynd af gönguleið sem börnin á Björkinni gengu, þar má einnig sjá hvar voru settir niður fánar og hvaða myndir voru á bak við þá. 

 


16298801_10210900871133364_7415091089876042258_n

Börnin voru mjög áhugasöm á leiðinni að skoða kortið, sjá hversu langt þau voru búin að ganga og hvort þau þekktu einhvern í götunum og húsunum í nágrenninu. Þegar þau komu heim sáu þau strax að göngutúrinn líktist mest risaeðlu. Það var gaman að skoða hvaða svæði  kennararnir höfðu merkt með fána og tekið myndir. Ef vel er að gáð má sjá móta fyrir risaeðlu á kortinu hér við hliðina. 

 

 


16265915_10210900853452922_6731145984086298044_n

 

Í Wikiloc appinu og á vefsíðunni eru alls kyns gönguleiðir sem fólk út um allan heim hefur merkt inn og hægt er að fylgja. Að sama skapi geta foreldrar leikskólabarna gengið þær leiðir sem við merkjum inn og skoðað upplýsingar og myndir frá okkur á vefnum ef við notum appið í vettvangsferðum. Hægt er að deila ferðalaginu í rauntíma á Facebook og geta þá foreldrar séð hvar við erum hverju sinni.

 

Vefsíða Wikiloc

Wikiloc fyrir Ipad
Wikiloc fyrir Android