Osmo í leikskóla

Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir Ipad.  Í grunnpakkanum er standur fyrir Ipadinn og lítill spegill sem settur er yfir myndavélina, hann nemur það sem gert er fyrir framan skjáinn hvort heldur sem er með penna, hreyfingu, púslukubbum, bók- eða tölustöfum. Öppin sem fylgja tækinu eru frí og þau er hægt að sækja á App Store.

Hægt er að spila sex leiki með grunnsettinu, Tangram, Words, Numbers, Newton, Masterpiece og Monster. Nýlega komu út tveir nýir leikir, Coding Jam, Coding Awbie og Pizza Co. en til að nota þá þarf að kaupa pakka með aukahlutum. Auðvelt er að setja Osmo upp og byrja að nota leikina.  

Á Íslandi fæst Osmo á ýmsum stöðum, m.a. hjá Eldhafi (Apple búðin á Akureyri) og Nova, einnig er hægt að panta Osmo og fylgihluti frá vefversluninni Amazon.

Það sem gerir Osmo leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur púslukubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, teikna, skapa og gera tilraunir.

OSMO er hannað fyrir börn á aldrinum frá 5-13 ára en bæði yngri og eldri einstaklingar geta haft gaman af að spreyta sig. Leikirnir þróa skilningarvitin og hreyfifærnina, auk þess sem þeir þjálfa rökhugsun, hljóðkerfisvitund og stærðfræði.
 

Hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir hvernig OSMO virkar:


Leikirnir í Osmo
 

Words

Words er leikur að stöfum og orðum. Myndir birtast á skjánum, nemendur raða stöfunum saman og búa til orð sem passa við myndirnar. Tvö sett af stöfum fylgja grunnpakkanum, blátt og rautt, en þau gefa möguleika á að nemendur keppi hver á móti öðrum eða í liðum. Hægt er að hala niður verkefnum af heimasíðu Osmo en þau eru enn sem komið er flest á ensku.

Ef nota á Words í málrækt eða íslenskukennslu er sniðugt að búa til sín eigin verkefni en það er hægt með því að skrá sig inn á heimasíðu Osmo, hvort heldur sem er í Ipadinum eða í tölvu. Á heimasíðu Debbie Teakle er hægt að sækja og prenta út íslenskt stafasett sem virkar með tækinu en einnig er þar að finna ýmislegt fleira sem er tengt appinu.

Hægt er að deila verkefnum á milli notenda með því að senda link á milli t.d. í tölvupósti en einnig er til hópur á Facebook sem heitir: OSMO - verkefni á íslensku og korktafla á Padlet með verkefnasafni. Þar er hugmyndin að deila verkefnum sem íslenskir kennarar hafa búið til á milli skóla. Allir sem hafa áhuga á OSMO sem kennslutæki eru velkomnir í Facebookhópinn og allir geta sett verkefni á Padlet síðuna. 

WORDS er sniðugt til að vinna með hljóðkerfisvitund hjá börnum í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla, hægt er að vinna t.d. með fyrsta og síðasta staf/hljóð í orðum. Lengra komnir geta spreytt sig á heilum orðum og eldri börn sem farin eru að lesa geta leyst lengri og flóknari verkefni. Appið er sniðugt í tungumálakennslu en einnig hentar það vel til að vinna með orðaforða og ýmis lykilorð t.d. úr bókum og sönglögum.

Í Words er unnið með bókstafaþekkingu, hljóðkerfisvitund, stafsetningu auk þess sem hægt er að vinna með erlend tungumál.

Hægt er að nota það með grunnsettinu.
 

Meira um Words með því að smella HÉR.


Tangram

Tangram er leikur með form. Formunum er raðað saman eftir fyrirmynd á skjánum. Hér er unnið með rökhugsun, samhæfingu hugar og handa, fínhreyfingar og tilfinningu fyrir rými.

Þrautirnar stigþyngjast eftir því sem börnin komast lengra í leiknum.

Hægt að nota með grunnsettinu. 

Meira um Tangram með því að smella HÉR.


Newton

Skemmtilegur leikur sem reynir á rökhugsun og að finna skapandi lausnir. Leikurinn gengur út á að koma kúlum sem falla niður á ákveðna staði með því að nota hendurnar, teikna línur á blað eða nota hluti. Hægt er að nota hvað sem er, skynjarinn nemur það sem sett er fyrir framan skjáinn og kúlurnar rúlla eftir því. Þrautirnar stigþyngjast. Fyrst er þetta tiltölulega einfalt en þegar á líður bætast við nýjar þrautir sem reyna á skapandi hugsun.

Newton reynir á þrautalausn, fínhreyfingar, útsjónarsemi og rökhugsun. Flott leið til að vinna með eðlisfræði með börnum.

Eitt af því sem gerir Newton appið skemmtilegt er að það er hægt að nota hvað sem er til að spila leikinn, nemendur þurfa að nota ímyndunaraflið og finna hentugustu hlutina til að koma kúlunum á réttan stað. Það er bæði hægt að taka til hluti og ákveða fyrir fram hvað má nota eða finna hluti í umhverfinu. Formin sem fylgja Tangram leiknum passa líka vel með þessum leik.

Í Newton er engin ein rétt leið til að leysa þrautirnar sem er frábært og gefur möguleika á endalausum skapandi leik. Þetta er leikur sem hefur vakið áhuga hjá börnum alveg upp í tíunda bekk.

Hægt er að nota það með grunnsettinu.

Meira um Newton með því að smella HÉR


Masterpiece

Masterpiece breytir Ipadinum í teikniblokk. Með Masterpiece er hægt að læra að teikna allskyns myndir. Hægt er að velja myndir úr myndasafni sem fylgir appinu eða taka þær sjálfur. OSMO breytir myndinni þannig að aðeins útlínurnar sjást og notandinn teiknar svo eftir útlínunum á blað. Þegar myndin er fullgerð er hægt að skoða myndaband þar sem ferlið er sýnt hratt. Skemmtileg leið t.d. til að læra að teikna andlit.

Það er hægt að kaupa teikniborð til að nota með Masterpiece og Monster en hvítt blað virkar alveg jafnvel. 

Hægt er að nota það með grunnsettinu.

Skoðið myndbandið til að kynnast þessu frábæra appi betur.


Monster 

Teiknileikur, hér er eiginlega nauðsynlegt að kíkja á myndbandið. Notandinn teiknar mynd og hún birtist ljóslifandi á skjánum þar sem skrímslið Mo leikur með hana á einhvern hátt. Mo talar ensku og biður um ákveðna hluti sem notandinn teiknar, skemmtilegur leikur og fínn til að æfa fínhreyfingar. Gæti verið skemmtilegur í sérkennslu en hér þarf kennari að vera með til að þýða fyrirmælin frá Mo. Skemmtilegt í enskukennslu. 

Það er hægt að kaupa teikniborð til að nota með Masterpiece og Monster en hvítt blað virkar alveg jafnvel. 
Hægt er að nota það með grunnsettinu.
Meira um Monster með því að smella HÉR.


Numbers

Eitt af flottustu stærðfræði öppunum, til þess að hægt sé að nota appið þarf að fjárfesta í tölupakkanum ef maður á gamla grunnsettið en fyrir þá sem hafa keypt sett nýlega þá fylgir tölupakkinn með. Pakkinn inniheldur spjöld með tölustöfum og punktum. Nemendur læra með því að prófa sig áfram og fá strax að vita hvort svarið er rétt eða rangt.

Það sem er svo frábært við OSMO er að oftast eru fleiri en ein leið til að leysa vandamál, þannig er það líka í Numbers. Stærðfræðin verður skapandi og skemmtileg þegar börnin átta sig á því að þau geta leyst verkefnin á ýmsa vegu. Engin tímamörk eru í leiknum og börnin hafa því tíma til að prófa sig á eigin hraða.

Boðið er upp samlagningu, frádrátt, deilingu og margföldun. Hægt er að skipta á milli leikja og læra á eigin hraða. Leikurinn er mjög sjónrænn, börnin læra að leggja saman og draga frá með því að bæta við og taka frá spjöld og margfalda með því að tengja fleiri en eitt spjald saman. Kennslufræðin byggir á því að prófa sig áfram og læra af reynslunni.

Leikurinn gerist í sjávarheimi þar sem hægt er að safna um 90 gerðum af fiskum.
Numbers fylgir nýja grunnsettinu en ekki með elstu gerðinni. 
Meira um Numbers HÉR.


Pizza Co. 

Nýjasti leikurinn frá OSMO. Hér er verið að vinna með stærðfræði á skemmtilegan hátt. Börnin þjálfa hugarreikning og læra almenn brot, samlagningu og frádrátt í gegnum leik. Í leiknum er einnig verið að þjálfa börn í að lesa í svipbrigði og tilfinningar.

Leikurinn gengur út á að reka pizzustað, viðskiptavinir panta pizzur og nemendur þurfa að afgreiða pantanirnar, taka við greiðslum og gefa til baka. Þeir þurfa einnig að fylgjast með viðbrögðum viðskiptavinanna og lesa í svipbrigði þeirra. Með því að reka staðinn skynsamlega og leggja fyrir er hægt að stækka fyrirtækið :)

Smelltu hér til að lesa meira um PIZZA CO.


Coding Awbie

Coding Awbie frá Osmo býður upp á skemmtilega leið til að kynna forritun fyrir börnum í gegnum leik. Til að geta spilað leikinn þarf að kaupa sett af kubbum sem nemendur raða saman.

Með því að læra forritun æfa nemendur rökhugsun, þeir læra að hugsa lausnamiðað og nýta stærðfræðikunnáttuna á hagnýtan hátt. Verkefnin verða áþreifanleg með samspili kubbanna og þess sem gerist á skánum. Frábær leikur fyrir elstu börn leikskólans og yngstu bekki grunnskólans.

Meira um Coding Awbie með því að smella HÉR.


Coding Jam

Mjög áhugavert app þar sem börn geta búið til sína eigin tónlist með því að raða saman forritunarkóða. 

Meira um Coding Jam með því að smella HÉR.


Heimasíða Osmo


OSMO er með mjög flotta heimasíðu sem vert er að kíkja á:
OSMO á vefnum

Á heimasíðu Osmo er hægt að hala niður kennsluáætlunum, áhugavert að kíkja á það fyrir kennara.
Einnig er hægt að taka þátt í umræðum, senda inn spurningar og hugmyndir á spjallsvæði á heimasíðu Osmo. 

Kennarahandbók á ensku má nálgast með því að smella HÉR.

Osmo - Vefkynning frá Krógabóli

©Krógaból, 2017