Puppet Pals II - sögugerð

Puppet Pals II er skemmtilegt forrit til æfa sögugerð og framsögn. Hægt að velja sögusvið og persónur, setja inn ýmis farartæki og tónlist. Sögumaðurinn leikur leikritið, hann les inn á, hreyfir sögupersónurnar, getur breytt sögusviðinu og látið persónurnar ferðast um tíma og rúm. Einfalt í notkun.

Í Puppet Pals II er ekki hægt að klippa inn hluti og persónur í heilu lagi eins og í Puppet Pals HD en í staðinn kemur möguleiki á að klippa út höfuð af ljósmyndum og festa á teiknimyndabúk. Hægt er að láta persónurnar tala (hreyfa munn) og hreyfa útlimi.

Bæði er hægt að taka ljósmyndir beint úr Ipadinum eða finna myndir á netinu, vista þær og sækja í myndasafnið.

Í Puppet Pals II er hægt að velja ýmis farartæki og bæta inn í sögurnar. Einnig er hægt að velja bakgrunna fyrir sögurnar, eins og t.d. geiminn, villta vestrið, hallargarð o.s.frv. Bakgrunnarnir í Puppet Pals II eru flæðandi og því er hægt að láta persónurnar fara um stærra svæði en í Puppet Pals HD. Í Puppet Pals II er einnig boðið upp á bakgrunnstónlist.

Sögurnar eru vistaðar niður sem myndbönd sem auðvelt er að deila á stafrænu formi.

Puppet Pals II er skemmtilegt app til að leika sér í og búa til sögur og ævintýri. Að setja höfuðið á sjálfum sér á teiknimyndabúk og persónuna inn í hina ýmsu heima getur verið mjög fyndið og vekur alla jafna mikla kátínu hjá krökkunum. Þau hafa líka gaman af farartækjunum sem hægt er að setja í gang með tilheyrandi hljóðum.

Appið býður ekki upp á eins mikla möguleika til að setja eigin sköpunarverk inn í sögurnar eins og Puppet Pals HD en það gefur möguleikann á því að vinna allt myndbandið frá grunni. Bakgrunnarnir í Puppet Pals 2 eru mjög skemmtilegir og lifandi en það er ekki hægt að bæta inn nýjum bakgrunnum.

Hér má sjá myndband sem þriggja ára börn á Spóanum gerðu með kennaranum sínum í tilefni Dags læsis 2015. Þarna er verið að gera vinna með tungumálið og prófa snjalltæknina. 
 

 

Puppet Pals II á vefnum

Kennslumyndband


©Krógaból, 2017