Todo Math
Vandaður stærðfræðileikur sem unnið hefur til verðlauna. Hentar vel fyrir leikskólabörn. Til að fá fullan aðgang þarf að kaupa ársáskrift en með því opnast allur leikurinn og hægt er að spila ný borð á hverjum degi, einnig er hægt að kaupa skólaútgáfu sem opnar allt forritið með einni greiðslu. Þetta er það app sem við höfum notað mest af stærðfræðiöppunum í leikskólanum. Mjög vandaður leikur, hægt að lesa meira um hann á vefsíðu Todo Math.
Todo Math skólaútgáfa fyrir Ipad.
Todo Math frítt - hægt að kaupa áskrift úr appinu ef maður vill opna fyrir fleiri möguleika.
Todo Math fyrir Android.
Todo Number Matrix
Vandað stærðfræðiapp frá sömu framleiðendum og Todo Math, unnið með mengi, talnaskilning, flokkun, samlagning, frádráttur og margföldun.
Todo Number Matrix fyrir Ipad
Pet Bingo
Skemmtilegt stærðfræðibingó þar sem hægt er að vinna með samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu. Framleiðendur mæla með appinu fyrir leikskólabörn og börn upp í fjórða bekk. Hægt er að safna gæludýrum, gefa þeim að borða og fylgjast með þeim vaxa.
Pet Bingo fyrir Ipad
Osmo Numbers
Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir Ipad. Í grunnpakkanum er standur fyrir Ipadinn og lítill spegill sem settur er yfir myndavélina, hann nemur það sem gert er fyrir framan skjáinn hvort heldur sem er með penna, hreyfingu, púslukubbum, bók- eða tölustöfum. Öppin sem fylgja tækinu eru frí og þau er hægt að sækja á App Store.
Það sem gerir Osmo leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur púslukubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, teikna, skapa og gera tilraunir.
Numbers er stærðfræðileikurinn í Osmo fjölskyldunni, appið er frítt og það geta allir sótt en til þess að hægt sé að nota það þarf að eiga tölupakkann. Pakkinn inniheldur spjöld með tölustöfum og punktum.
Það sem er svo frábært við OSMO er að oftast eru fleiri en ein leið til að leysa vandamál, þannig er það líka í Numbers. Stærðfræðin verður skapandi og skemmtileg þegar börnin átta sig á því að þau geta leyst verkefnin á ýmsa vegu. Engin tímamörk eru í leiknum og börnin hafa því tíma til að prófa sig á eigin hraða.
Boðið er upp samlagningu, frádrátt, deilingu og margföldun. Hægt er að skipta á milli leikja og læra á eigin hraða. Leikurinn er mjög sjónrænn, börnin læra að leggja saman og draga frá með því að bæta við og taka frá spjöld og margfalda með því að tengja fleiri en eitt spjald saman. Kennslufræðin byggir á því að prófa sig áfram og læra af reynslunni.
Leikurinn gerist í sjávarheimi þar sem hægt er að safna um 90 gerðum af fiskum.
Meira um Numbers HÉR.
Osmo Numbers fyrir Ipad
Bugs & Numbers
Fjölbreyttur og litríkur leikur þar sem unnið er með margskonar grunnfærni í stærðfræði. Flokka, raða í stærðarröð, telja, spora tölustafi o.s.frv.
Connect the Dots
Flott verkefni til að læra tölustafina og talnaröðina. Sporað á milli talna og svo birtist mynd þegar verkefnið hefur verið leyst.
Mælt með fyrir þriggja til fimm ára.
Connect the Dots fyrir Ipad
Tölurnar okkar
Íslenskur leikur þar sem tölustafirnir eru kynntir fyrir börnum. Leikurinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára sem eru að læra að telja og þekkja tölustafina.
Tölurnar okkar fyrir Ipad
Stærðfræðileikurinn
Einfalt íslenskt stærðfræðiforrit þar sem unnið er með samlagningu og frádrátt.
Stærðfræðileikurinn fyrir Ipad
Fínn leikur fyrir börn sem eru orðin dugleg í stærðfræði, hægt er að leggja saman, draga frá og margfalda. Þessi leikur er fyrir fyrstu bekkina í grunnskóla en getur verið fínn líka fyrir áhugasöm leikskólabörn.
Juicy Math fyrir Ipad
©Krógaból, 2017