Spil

Fairytale Domino

Domínó spil fyrir 3-5 ára börn. Fallegar myndir og hægt að velja um nokkur ævintýri.

Fairytal Domino fyrir Ipad
Fariytal Domino fyrir Android 


Little Finder

Einfalt en skemmtilegt app. Spilið gengur út á að vera fyrstur að finna hluti. Á skjánum birtast nokkrar myndir og svo er lesið upp orð og allir eiga að reyna að finna mynd af því sem lesið var upp. Hægt er að lesa inn á appið á íslensku. 

Little Finder fyrir Ipad


Happy Geese

Tvö borðspil í einu appi, Gæsaspilið og Slönguspil. Appið býður upp á allskyns stillingar og því er hægt að gera spilin einfaldari eða flóknari  eftir getu barnanna. 

Happy Geese fyrir Ipad


Match Blitz

Margir þekkja spilið Tvennu, þetta er nokkurskonar rafræn útgáfa af því. Spilið gengur út á að finna tvennur og sá sem er fyrstur fær slaginn. Skemmtilegt spil sem reynir á athyglina. 

Match Blitz fyrir Ipad.


Skemmtilegir minnisleikir

Það er mikið til af skemmtilegum minnisleikjum fyrir börn, hér eru tveir skemmtilegir með fallegum myndum:

Memollow
Minnisleikur á koddum, 10 myndaþemu, hægt að stilla erfiðleikastig. 

Memollow fyrir Ipad


Memo Game

Flottur minnisleikur þar sem hægt er að lesa inn á myndirnar með börnunum. Í leiknum er að finna yfir 100 orð sem börnin geta lært og æft sig í minnisspili í leiðinni. Í leiknum eru nokkur borð og hvert borð hefur ákveðið þema eins og t.d. mat, farartæki eða dýr. 

Memo-game fyrir Ipad

 

©Krógaból, 2017