Myndbönd

Imovie

Imovie fylgir með öllum nýjum Ipödum og Apple símum í dag. Appið er einfalt og þægilegt, auðvelt að læra að nota það. Hægt er að klippa saman myndir og myndbönd, lesa inn á eða bæta við tónlist. Einnig er sniðugt að nota Imovie t.d. til að bæta tónlist inn á verkefni úr öðrum forritum eins og t.d. Puppet Pals eða myndbönd úr Book Creator. Mjög gagnlegt að kunna á þetta forrit. Nánar er hægt að lesa um Imovie í Snjallsmiðjunni og eins er hægt að skoða verkefni sem unnin eru í forritinu undir verkefni hér á síðunni. 

Imovie fyrir Ipad


Imovie trailer

Imovie trailer er innbyggt í Imovie og því frítt í öllum nýjum Ipödum. Imovie trailer gefur möguleika á að búa til örstutt myndbönd (um það bil 1. mínúta) með því að velja þema, skrifa texta og draga myndir inn í ákveðið tilbúið form, appið sér síðan um að búa til myndbandið úr myndbrotunum. Þetta kemur oft mjög skemmtilega út. Það er hægt að lesa meira um Imovie trailer í Snjallsmiðjunni hér á síðunni og eins er hægt að skoða stuttmyndir unnar í forritinu undir Verkefni. Mjög skemmtilegt app til að búa til stuttar myndir úr starfinu.

Imovie fyrir Ipad


Adobe Spark 

Frítt app, mjög einfalt og þægilegt til að búa til myndbönd. Hægt að velja allskyns þemu, klippa saman myndir og myndbönd, lesa inn á myndböndin, bæta við tónlist, skrifa texta ofan á myndefnið o.s.frv. Myndböndin má vinna hvort heldur sem er í tölvu, Ipad eða síma. Auðvelt er að deila myndböndunum. 

Adobe Spark fyrir Ipad


Shadow Puppet Edu

Einfalt, frítt forrit til að búa til rafrænar sögur/frásagnir með börnum. Forritið virkar þannig að sett er upp glærusýning sem hægt er að tala inn á og búa til myndband úr. Hægt er að búa til allt að 30 mínútna langt myndband og nota allt að 100 glærur. Í Edu útgáfunni er hægt að nýta myndir frítt t.d. frá Nasa.

Appið er mikið notað í skólastarfi og á mjög fína heimasíðu með kennsluhugmyndum. 

Vefsíða Shadow Puppet

Shadow Puppet fyrir Ipad.


Stop Motion og iMotion

Stop Motion og iMotion öppin bjóða upp á möguleika á að búa til hreyfimyndir úr ljósmyndum. Þessi tækni lætur líta út fyrir að kyrrstæðar myndir hreyfist. Ferlið virkar þannig að teknar eru myndir og þeim raðað saman, þær eru svo spilaðar hratt og sýna þannig ákveðið ferli eða sögu. Myndböndin geta t.d  sýnt ákveðið ferli á nokkrum augnablikum, t.d. af börnum að byggja úr kubbum, af epli rotna o.s.frv.

Margir kannast eflaust við leirkalla- og brúðumyndbönd sem gerð eru með þessari tækni. Fígúrurnar lifna við þegar hreyfingar þeirra eru myndaðar og settar saman í runu. Þegar myndbandið er spilað virðast persónurnar hreyfast af eigin rammleik. Hreyfimyndagerð getur verið mjög skemmtileg leið til að segja sögur.  


Góð ráð fyrir hreyfimyndagerð: 
So you're starting to think about animation...
Vefsíða Stop Motion.
 

Stop Motion fyrir Ipad
Stop Motion fyrir Android

iMotion fyrir Ipad
iMotion Pro fyrir Ipad


Green Screen

Green Screen er app sem gerir okkur kleift að taka upp myndbönd en skipta um bakgrunn. Myndböndin þarf að taka upp við grænan vegg. Best er að horfa á kennslumyndbandið hér fyrir neðan til að átta sig á hvernig appið virkar. Gefur möguleika á allskyns skapandi útfærslum. 

Vefsíða Green Screen. 
Kennslumyndband

Green Screen fyrir Ipad.


Book Creator 

Í Book Creator er hægt að búa til rafbækur og vista þær sem myndbönd. Meira um Book Creator í Snjallsmiðjunni. 

Book Creator fyrir Ipad
Book Creator fyrir Android


Puppet Pals HD og Puppet Pals 2

Í Puppet Pals er hægt að búa til flott myndbönd frá grunni, hægt er að lesa meira um Puppet Pals í Snjallsmiðjunni, einnig er hægt að sjá verkefni unnin í forritinu undir flipanum verkefni. 

Það er mikilvægt fyrir skóla að kaupa appið þannig að allir möguleikar séu opnir. 

Puppet Pals fyrir Ipad
Puppet Pals 2 fyrir Ipad

 

©Krógaból, 2017